---- English below -----
Listasalur Mosfellsbæjar býður ykkur velkomin á opnun sýningarinnar Free From Form (ísl. Laus við form) eftir Önnu Gullu Eggertsdóttur og Önnu Wallenius, föstudaginn 4. júlí, milli kl. 16-18.
Á sýningunni bjóða listakonurnar gestum að upplifa verk úr leir, stráum og ull. Verkin eru afrakstur samtala milli listamannanna um spennu, kynslóðaarf, þolmörk og framtíðardrauma. Listakonurnar velta fyrir sér huldum öflum, inngrónum venjum og ímynduðum tálmum. Þannig er hinu ósýnilega gefið form.
Laus við form inniheldur skúlptúra úr vír og rúgstráum sem svífa létt í lofti, leir sem brýst út úr forminu og veggverk sem finna ró í ringulreiðinni.
Anna Gulla Eggertsdóttir (f.1984) starfar sem þverfaglegur hönnuður og listamaður með aðsetur á Íslandi og í Svíþjóð.
Hún útskrifaðist sem keramiklistamaður frá Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2018. Anna Gulla stundaði nám í hattasmíði við Tillskärarakademin í Gautaborg 2009-2011 og varð meistari í hattagerð 2021. Hún er hluti af hönnunartvíeykinu HAGE studio, sem leggur áherslu á nýtingu náttúrulegra hráefna í hattagerð, yfirfatnað og skúlptúra.
Anna Wallenius (f. 1981) er hönnuður og keramiklistamaður. Hún er með sitt eigið keramikstúdíó sem staðsett er í Hvalfirði. Anna útskrifaðist með BA gráðu í hönnun frá Metropolia-háskólanum í Helsinki árið 2016 og sem keramiklistamaður frá Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2018. Núna stundar hún meistaranám í hönnun við Listaháskóla Íslands.
Sýningin stendur til og með 1. ágúst.
_________________________________________________________________
Listasalur Mosfellsbæjar invites to you the exhibition Free From Form by Anna Gulla Eggertsdóttir and Anna Wallenius, Friday the 4th of July between 4 -6 pm.
In the exhibition Free From Form, Anna W. and Anna Gulla invite you to experience works made from clay, straws, and wool. The works are outcome of conversations around tension, generational transmission, breaking points, and dreams of tomorrow. In their search for hidden forces, exploring ingrown habits and imagined barriers. They give form to the invisible.
Free From Form includes rye straw and wire sculptures lightly floating in the air, clay breaking away from the form and wall pieces finding stillness in chaos.
Anna Gulla Eggertsdóttir (b.1984) works as a designer and artist with a craft based practice in Iceland and Sweden. She graduated as a ceramicist from the Reykjavík School of Visual Arts in 2018.
Anna Gulla studied millinery at the Cutters Academy in Gothenburg 2009-2011 and in 2021 became a Master milliner. She is a part of the design duo HAGE studio, focusing on utilizing natural materials for bespoke hats, outerwear, and sculptural objects.
Anna Wallenius (b. 1981) is a designer and ceramic artist. Her ceramic studio is located in Hvalfjörður. She graduated as BA Design from Metropolia University Helsinki in 2016 and as a ceramicist from the Reykjavík School of Visual Arts in 2018. At the moment she is studying MA Design in Iceland University of the Arts.
The exhibition will run until 1st. August.
Also check out other Arts events in Reykjavík, Exhibitions in Reykjavík.